Málstofa um málörvun ÍTM og íslensku

  • 21.2.2017, 14:30 - 15:30, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Málstofuröð á SHH vormisseri 2017 

Viðfangsefni: Málþroski barna með skerta heyrn: hugmyndir fyrir málörvun
Fyrirlesari: Sigríður Vala Jóhannsdóttir,  samskiptafræðingur 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra býður upp á námskeið í íslensku táknmáli einu sinni í mánuði fyrir fjölskyldur barna með skerta heyrn. 

Á námskeiðinu er foreldrum skipt í þrjá hópa, þ.e. byrjendur, lengra komnir og færir, en á sama tíma er líka boðið upp á námskeið fyrir krakkana, þar sem þau læra íslenskt táknmál í gegnum leik. Í fyrirlestrinum ætla ég að deila með ykkur hagnýtum upplýsingum úr námskeiðinu sem foreldrar og aðrir uppalendur geta auðveldlega notað með barninu í daglegu lífi þeirra.

Tilgangur fyrirlestrarins er að skapa fleiri tækifæri til málörvunar fyrir börn með skerta heyrn í daglegu lífi þeirra. 

Sé rittúlkunar óskað þarf að panta hana með því að senda póst á netfangið tulkur@shh.is fyrir hádegi þann 17.febrúar. 

Málstofan er öllum opin.