• Mót

Norrænt æskulýðsmót

  • 5.8.2018 - 11.8.2018, Danmörk

Kynning

Mótið er fyrir Norræn ungmenni á aldrinum 18-30 ára og verður haldið við stærsta stöðuvatn Danmerkur, Arresø við bæinn Auderød og dagsetingin er 5-11. ágúst 2018

Þema mótsins er “þekktu uppruna þinn” og á mótinu færðu tækifæri til að hitta ungt fólk, allsstaðar af Norðurlöndunum sem einnig notast við táknmál í daglegu lífi. Þar kynnast ungmenni frá öðrum löndum og mynda tengslanet og vináttu sín á milli.

Frekari upplýsingar um dagskrá mótsins sést á hægra megin á síðunni þar sem einnig er skráningaform til þátttöku á mótinu. Hvert land hefur hámark þátttakenda upp á 20 manns og er hvatt til þess að hvert land reyni að tryggja jafnt kynjahlutfall á mótinu.

Verð fyrir þátttöku á mótinu er 2.600 DKK eða um 45.000 ISK.

ATH. Mótið er haldið í beinu framhaldi af Døves Nordisk kulturfestival eða Norrænu menningahátíð döff sem haldin er í Kaupmannahöfn. Það er því tvöföld hvatning fyrir döff að taka þátt í hvoru tveggja og fá tvöfaldan menningaskammt í einni ferð. Bókun og fyrirspurn sendist til ddu@ddu.dk. Þeir sem taka þátt í báðum viðburðum geta keypt miða á Kulturfestivalen/menningahátíðina í Kaupmannahöfn á aðeins 400 Dkk eða um 6.800 ISK.

Frekari upplýsingar um menningahátíðina er hægt að fá í netfanginu og heimasíðan er www.dnkf18.com

Til að skrá þig í æskulýðsmótið skal senda á deaf@deaf.is með nafn og kennitölu þína og síðasti dagur til að skrá sig er 14. mars 2018.