Norrænt barnamót 2021
Norrænt barnamót í Skælskør í Danmörku dagana 25.-31.júlí 2021, mótið verður í Egeruphytten og hægt er að ferðast frá flugvellinum Kastrup í Kaupmannahöfn þann 25.júlí og tilbaka 31.júlí. Á svæðinu er frábær náttúra umkringd skógi og strönd og ýmsar afþreyingar eru á svæðinu.
Mótið er fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem hafa táknmál að móðurmáli, mótið er fyrir döff börn og eru börn döff foreldra eru líka velkomin. Pláss er fyrir 10 börn frá Íslandi og 2 leiðbeinendur.
Nánari upplýsingar eru væntanlegar lok febrúar eða í byrjun mars. Endilega taktu frá þessa daga fyrir barnið, frábær upplifun fyrir börnin að hitta aðra jafningja og frábærar minningar í safnið.