• Reiðhjól / Hjól

Reiðhjólaviðgerðanámskeið

  • 29.4.2018, 9:00 - 16:00

Viðgerðarþætt­irnir ná yfir eftirfarandi: 

  • Stillingar á stelli – hvernig er hjól vel stillt fyrir einstakling.
  • Bilanagreining – hvernig reiðhjól er yfirfarið til þess að átta sig á heilbrigði þess.
  • Sprungið dekk  – gert við sprungið dekk, loftþrýstingur og umgengni við gjarðir.
  • Bremsur – öryggisbil handbremsa skoðuð og skipt um bremsupúða á venjulegum v-bremsum.
  • Gírar og keðjur – stillum og smyrjum

Þátt­tak­endur mæta með sitt eigið reiðhjól og stilla það. Setja það í viðgerðarstand, skoða ástand þess og læra að nálgast það sem þarf að laga á eigin far­ar­tæki. Auk þess fá allir að gera við sprungið dekk og sprungna slöngu, skipta um bremsupúða og stilla gíra. 

Það kostar 23.500 kr. á mann en Menntarsjóður FH hefur samþykkt að styrkja hvern nemanda um 10.000 kr. Hámarksfjöldi eru 10 manns. Skráning á siggavala2@gmail.com fyrir 30.mars.