• Leikhús / Leikrit

Skemmti- og umræðukvöld með Hröðum höndum

  • 21.3.2018, 20:00 - 22:00, Félag heyrnarlausra

Táknmálsviðmót

Rainbow-logoHraðar hendur bjóða uppá skemmtikvöld og umræður um táknmálstúlkun á leiksýningum og annarri list í Félagi heyrnarlausra. Sýnt verður brot út leiksýningunni Skuggamynd stúlku, sem Hraðar hendur eru að æfa með leikkonunni Hreindísi Ylvu og leikkonan og uppistandarinn Agnes Wild verður með stutt uppistand. 

Einnig verður boðið uppá óvænt skemmtiatriði, sem gestir geta tekið þátt í og umræður um aðgengi heyrnarlausra að listviðburðum, táknmálstúlkun leiksýninga og fleira skemmtilegt. Nú er tækifæri fyrir döff að hafa áhrif í þessum málum og spjalla saman um möguleikana í aðgengi að listum. 

FRÍTT INN Á SKEMMTIKVÖLDIÐ OG BARINN OPINN!