Umönnunarbætur

Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem hafa fæðst heyrnarlaus eða misst heyrn. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra.

Foreldrar sem eignast heyrnarlaus börn hafa rétt á því að sækja um umönnunarbætur hjá Tryggingastofnun ríkisins um leið og greining liggur fyrir. Eftir greiningu sem hefur fengist á börnunum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) fer heilmikið ferli í gang. Allar umsóknir og endurnýjun á greiningu heyrnarskertra fara til Greiningar- og ráðgjafaþjónustu ríksins. Umönnunarbætur eru endurmetnar á nokkurra ára fresti. Foreldrar fá hæstu bæturnar fyrst við greiningu en lækka eftir því sem börnin verða eldri og sjálfstæðari í daglegu lífi og þar til þau verða 18 ára.