• Sumarlokun Fh

    FÉLAG HEYRNARLAUSRA LOKAR KLUKKAN 16:00 FIMMTUDAGINN 26. JÚNÍ 2014 VEGNA SUMARLEYFA OG OPNAR AFTUR ÞRIÐJUDAGINN 5.ÁGÚST. GLEÐILEGT SUMAR KVEÐJA STARFSFÓLK FH..

Velkomin

Á heimasíðu Félags heyrnarlausra er að finna ýmsar upplýsingar s.s um starfsemi félagsins, útgefið efni og fróðleik. Félag heyrnarlausra er öflugt hagsmunafélag með þekkingu á málefnum er varða íslenskt táknmál og menningarsamfélag heyrnarlausra. Við veitum hvers konar ráðgjöf og álit er snúa að málefnum heyrnarlausra og hefur ávallt að leiðarljósi hagsmuni félagsmanna í heild sem tryggir þeim jafnræði hvarvetna í samfélaginu. 

Viðburðir

Hér má finna þá viðburði sem eru í gangi hverju sinni

>> Finna út meira

Happdrætti

Félag heyrnarlausra hefur staðið fyrir happdrætti í þeirri mynd sem það er nú frá árinu 1975. Um er að ræða vor- og hausthappdrætti ár hvert. Happdrættið hefur verið aðaltekjulind félagsins. Félagið þakkar öllum þeim sem stutt hafa starfsemina á undanförnum árum og óskar þeim velfarnaðar. Hér birtast vinningstölur úr happdrættinu okkar. Hér til hliðar er hægt að velja vor eða haust vinningstölur sem eru í gangi hverju sinni. Athugið að vitja skal vinninga innan 1 árs.

>> Finna út meira

Hafa samband

Skrifstofa Félags heyrnarlausra er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 til 16:00. Á skrifstofunni starfa formaður félagsins, framkvæmdastjóri, atvinnuráðgjafi, fjáröflunarfulltrúi og verkefnastjóri.

>> Finna út meira

Nýjustu fréttir
Tinna Táknmálsálfur hlýtur styrk

Félag heyrnarlausra fékk styrk vegna framleiðslu á þáttunum um Tinnu Táknmálsálf. Félag heyrnarlausra þakkar kærlega fyrir sig.

>> Lesa meira...

27.júní 2014 Alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

27. júní er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Þann dag árið 1880 fæddist Helen Keller. Félagsmenn í Fjólu halda sérstaklega upp á daginn og bjóða alla velkomna til að taka þátt.

>> Lesa meira...

Ályktun málnefndar

Ályktun málnefndar birtist á vef Árnastofnunar

>> Lesa meira...

Fræðslufundur um leiðréttingu húsnæðislána fellur niður

FUNDUR UM LEIÐRÉTTINGU HÚSNÆÐISLÁNA FELLUR NIÐUR Í DAG VEGNA VEIKINDA, NÝ DAGSETNING AUGLÝST SÍÐAR.

>> Lesa meira...