Lífeyrissjóðir

Ef fólk er í vinnu er skylda að borga hluta af laununum í lífeyrissjóð. Fólk sem af einhverjum ástæðum getur ekki unnið lengur fulla vinnu og er búið að fara í gegnum það ferli sem þarf að fara í til að fá örorkubætur getur sótt um örorkulífeyri hjá sínum lífeyrissjóði. Til þess að sækja um þarf að hafa uppfyllt ákveðin skilyrði eins og til dæmis:

  • Örorkan þarf að vera 50% eða meiri
  • Að hafa greitt í lífeyrissjóð samfellt í a.m.k 2 ár
  • Að hafa orðið fyrir tekjuskerðingu

Hver og einn lífeyrissjóður hefur reglur um hvernig reikna á upphæð  örorkulífeyris og er mjög mikilvægt að kynna sér reglur síns lífeyrissjóð um greiðslur frá þeim. Oft þarf að leggja fram skattframtal síðustu 4 ára með umsókninni til lífeyrissjóðanna.

Einnig má hafa það í huga að ef viðkomandi fær greiðslu úr lífeyrissjóði/-sjóðum þá minnka greiðslur úr öllum bótaflokkum almannatrygginga.

Sjá nánar: