Ferðastyrkur

Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra (FSFH)

Reglur um ferðastyrki

Almennt

Stjórn FSFH setur reglur þessar, sem gilda um ferðastyrki félagsins.

Tilgangur

Tilgangur ferðastyrkja FSFH er að:

  • Stuðla að tengslum félagsmanna FSFH og fjölskyldna þeirra við félagsmenn og fjölskyldur erlendra systursamtaka FSFH og annarra erlendra aðila sem sinna heyrnardaufum börnum.
  • Styrkja félagsmenn og fjölskyldur þeirra í eflingu þekkingar og tengsla með þátttöku í erlendum ráðstefnum, námskeiðum og sumarskólum/sumarbúðum.

Umsóknir og styrkþegar

Ferðastyrkir FSFH eru aðgengilegir félagsmönnum FSFH og fjölskyldum þeirra vegna ferðalaga erlendis.

Umsókn um ferðastyrk skal send skriflega eða í tölvupósti á stjórn FSFH en í umsókn skal koma fram:

  • Fyrir hverja er sótt um styrk.
  • Vegna hvers er sótt um styrk (ítarlegar upplýsingar um viðburð eru æskilegar í formi fylgiskjala eða vefsíðu).
  • Ferðadagsetningar

Afgreiðsla umsókna

Stjórn fjallar um umsóknir og metur hvort umsókn fylgi nægjanleg gögn og rökstuðningur og hvort umsókn falli undir tilgang og reglur félagsins.

Stjórn félagsins skal svara umsókn að öllu jöfnu innan 2ja vikna frá móttöku styrkbeiðni. Fallist stjórn ekki á styrkveitingu skal fylgja svarinu rökstuðningur hennar.

Jafnvel þótt styrkumsókn uppfylli öll skilyrði FSFH þá er stjórn FSFH ekki skylt að samþykkja styrkveitingu, t.d. ef fjárhagur félagsins heimilar það ekki.

Afgreiðsla stjórnar FSFH er endanleg og er ekki hægt að áfrýja.

Styrkupphæð

Stjórn FSFH ákveður á löglegum stjórnarfundi hver gildandi styrkupphæð skuli vera.  Viðkomandi upphæð er síðan greidd vegna hvers ferðalangs samþykktrar styrkbeiðni, óháð öðrum þáttum. Styrkupphæðin er 40.000 kr. þó aldrei hærri en kostnaður vegna ferðar.

Afgreiðsla styrkja

Gjaldkeri FSFH greiðir styrk inn á reikning styrkþega að fenginni staðfestingu á ferðalagi, t.d. farseðli.

21. september, 2009. 
Stjórn FSFH