Kári og Villi - Þáttur 41

30. mar. 2017 Fréttir vikunnar

Kári og Villi

Í þættinum er farið yfir nýja stuttmynd sem Elsa G. Björnsdóttir leikstýrði eftir að hún hlaut verðlaun fyrir bestu myndina á listahátíðinni Clin d'Oeil fyrir tveimur árum. Hún hóf fjáröflunarsöfnun hjá Karolina Fund um daginn til að klára eftirvinnslu myndarinnar,  tónlist og hljóð.

Kíkt er í heimsókn í Borgarleikhúsið til að taka viðtal við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Margréti Auði Jóhannesdóttur táknmálstúlka um samstarf þeirra við Borgarleikhúsið, en þær skuggatúlka upp á sviði eina sýningu af Vísindasýningu Villa.