Happdrætti

Félag heyrnarlausra hefur staðið fyrir happdrætti í þeirri mynd sem það er nú frá árinu 1975 og er það aðal tekjulind félagsins. Um er að ræða vor- og hausthappdrætti ár hvert. Félagið þakkar öllum sem stutt hafa starfsemina á undanförnum árum og óskar þeim velfarnaðar.  

Hér birtast vinningstölur úr happdrættinu okkar. Hér til hliðar er hægt að velja vor eða haust vinningstölur sem eru í gangi hverju sinni. Athugið að vitja skal vinninga innan 1 árs.