1. FYRIRLESTUR HAUSTANNAR HJÁ SHH

Undirtitill

10. sep. 2014

Næsti fyrirlestur verður þann 16. september kl. 14:30-15:30 á Shh, Grensávegi 9, Reykjavík. 

 

Heiti fyrirlesturs: 

Evrópskt samstarfsverkefni sem varpar ljósi á málfræði táknmála (SignGram COST Action IS1006) 

Fáum við þá loksins málfræðibók ÍTM?

 

Fyrirlesari:   
Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði

 

Vinnustaður: 

 Í fyrirlestrinum verður sagt frá samevrópsku verkefni sem styrkt er af COST og nær til 13 Evrópulanda. Markmið verkefnisins er að gera málfræði táknmála í Evrópu aðgengilega fyrir táknmálssamfélög, þá sem móta málstefnu táknmála, málfræðinga og þjóðfélagið almennt til þess að styrkja stöðu táknmála í Evrópu og þar með styðja táknmálstalandi fólk til fullrar þátttöku í samfélaginu. Verkefnið felst í því að útbúa leiðarvísi að mállýsingum fyrir táknmál í Evrópu sem og annars staðar. Sagt verður frá tilurð og framgangi verkefnisins og það rætt hvers vegna mállýsingar eru mikilvægar fyrir táknmálssamfélög. Velt verður upp þeirri spurningu hvort hér séu stigin fyrstu skrefin í vinnu við málfræðibók íslenska táknmálsins.

Háskóli Íslands