Alþjóðlegt táknmál

Táknmál eru náttúrleg tungumál sem hafa sömu málvísindalegu lögmál og yrt tungumál. Þau hafa þróast á mörgum árum í mismunandi döff samfélögum um heiminn og í Evrópu. Þrátt fyrir að það sé skoðun margra er ekki til eitt sameiginlegt táknmál fyrir heiminn eða jafnvel Evrópu. Eins og yrt mál eru táknmál mjög mismunandi milli landa og þjóðarbrota. Í sumum löndum eru fleiri en eitt táknmál eða mállýskur. Lönd sem hafa sama yrta tungumál þurfa  ekki endilega að vera sama táknmál (sjá til dæmis Þýskaland og Austurríki). 

Á síðustu árum hefur heyrnarlaust fólk ferðast mikið og tekið þátt í alþjóðlegum viðburðum sem jók þörfina fyrir eitt alþjóðlegt samskiptamál eins og enskan er í dag. Sagt er frá því að heyrnarlaust fólk noti „alþjóðlegt táknmál“ árið 1924 á Alþjóðaleikum heyrnarlausra (nú þekktir sem Döffleikarnir) í París. Á 8. Áratug síðustu aldar var Gestuno búið til af Alþjóðasamtökum heyrnarlausra (WFD). Samtökin ákváðu að taka upp nokkurn fjölda tákna til að reyna að búa til táknakerfi til að liðka fyrir samskiptum á þingum samtakanna sem haldin voru fjórða hvert ár. Þótt listinn yfir tákn væri ekki almennt viðurkenndur var hugmyndin um alþjóðlegt táknmálskerfi áfram í þróun. 

Nú er Alþjóðlegt táknmál (IS) stundum kallað hjálparmál þar sem semja þarf um merkingu meðal notenda. Þeir sem nota IS eru sagðir nota táknakerfi úr eigin táknmáli ásamt augljósum táknum sem flestir geta skilið. Þar að auki eru notaðar málfræðireglur sem eru taldar sameiginlegar táknmáli Vesturlandabúa. Það geta verið töluorð, hermileikur og almenn tákn sem ekki  eru gerð með höndunum, meðal annarra. Því hefur verið sagt að IS sé meira tungumál en samskiptamál.

IS er nú notað víða á alþjóðlegum fundum þar sem þátttakendur deila ekki einu sameiginlegu táknmáli. Þótt áhrif bandaríska táknmálsins (ASL) séu mikil reyna reyndir IS táknmálsnotendur að vera eins óháðir einu sérstöku landstáknmáli og mögulegt er til að tryggja að fjölmennur hópur með mismunandi bakgrunn geti skilið það sem verið er að tákna eins vel og mögulegt er. 

Reynslan hefur sýnt að erfitt er að kenna nokkrum IS sem ekki kann a.m.k eitt eða fleiri þjóðleg táknmál. Að þekkja til nokkurra táknmála og mismunandi táknunaraðferða er yfirleitt betri grunnur til að verða góður í IS en að fara á námskeið í IS einu sér. Evrópuráð heyrnarlausra (EUD) viðurkennir að enginn staðall sé til fyrir IS túlkendur og ekki er tryggt að IS túlkur geti túlkað við allar aðstæður eða fyrir alla IS notendur. Þar að auki styður EUD það viðhorf að IS túlkendur verði að verða atvinnu táknmálstúlkendur í heimalandi sínu áður en þeir færa sig yfir í IS og hvetur til þess að notaðir verði döff túlkendur sérstaklega þegar verið er að túlka á milli tveggja eða fleiri táknmála. 

Því styður EUD viðurkenningu á þjóðlegum táknmálum í öllum ríkjum Evrópusambandsins auk túlkunar á og af þjóðlegum táknmálum, ásamt kennslu í þjóðlegum táknmálum. Í tungumálastefnu Evrópusambandsins kemur fram að „notkun á mismunandi tungumálum sem borgarar tala er eitt af því sem tryggir aukið gegnsæi, lögmæti og skilvirkni.“ Í samræmi við þessa stefnu styður EUD aðgengi á tungumáli hvers og eins (þ.e þjóðlegu táknmáli fyrir alla döff borgara). Að bjóða upp á túlkun á eins mörgum þjóðlegum táknmálum og hægt er væri besta lausnin en vegna fjárhagslegra og faglegra takmarkana er það ekki ávallt gerlegt. Hins vegar ætti alltaf að leitast við að tryggja aðgang að þjóðlegu táknmáli (fyrir fundargesti frá einu táknmálssamfélagi með sameiginlegt táknmál eða einn heyrnarlausan mann) og er eina leiðin til að veita fullt og jafnt aðgengi. Því er IS – þótt það sé ekki fullkomin lausn – góður valkostur þegar unnið er með fjölþjóðlegum hópi fólks. 

Athugið:

Þessi stöðugrein hefur verið unnin í samvinnu við Miðstöð evrópskra táknmálstúlka (efsli). Birt og samþykkt á aðalfundi EUD maí 2012.

Heimildir og frekari lestur: 

Allsop, L., Woll, B. & Brauti, J.M. (1995). International sign: The creation of an international deaf community and sign language. Í: H Bos & G Schermer (ritstj.): "Sign Language Research 1994: Proceedings of the Fourth European Congress on Sign Language Research, Munich, September 1–3, 1994." (International Studies on Sign Language and Communication of the Deaf; 29)

Hamborg: Signum (1995) ‐ bls. 171 ‐188. British Deaf Association (1975). Gestuno: International Sign Language of the Deaf. Carlisle, England: BDA.

European Union of the Deaf EUD (2011): International Sign Disclaimer.  Fáanlegt á http://eud.eu/International_Sign_Disclaimer‐i‐206.html (Skoðað 10. Maí 2011).

European Union of the Deaf EUD (2001): The Provision of SL Interpreters at  European Institution Meetings: Some Points for Consideration. (Grein skrifuð af Lorraine Leeson). Locker McKee, R. & Napier, J. (2002). Interpreting into International Sign Pidgin – An Analysis. Í: Sign Language & Linguistics 5(1), bls.27‐54.

Mesch, J (2010). Perspectives on the Concept and Definition of International  Sign. (World Federation of the Deaf) Fáanlegt á: http://www.wfdeaf.org/wpcontent/uploads/2012/03/Perspectives‐on‐the-Concept‐and‐Definition‐of‐IS_Mesch‐FINAL.pdf (Skoðað 15. mars 2012).

Moody, B (2007). The role of international sign interpreting in today's world. Í: Diversity and community in the worldwide sign language interpreting profession. Bls. 19‐32.

Moody, B. (1994). International sign: language, pidgin or charades? Ritgerð lögð fram á ráðstefnu um álitamál í túlkun, háskólanum í Durham, Durham.

Rosenstock,R (2004), An investigation of international sign: analyzing structure and comprehension. Doktorsritgerð við háskólann í Gallaudet.

 Scott Gibson, L. & Ojala, R. (1994). International Sign Interpreting. Ritgerð lögð fram á 4. ráðstefnu um Austur og Suður Afrískt táknmál, Úganda, ágúst  1994.

Supalla, T. & Webb, R. (1995). The grammar of international sign: A new look at pidgin languages. Í: K Emmorey Reilly & S Judy (ritstj.): Language, gesture, and space (International Conference on Theoretical Issues in Sign Language Research). Hillsdale, N.J.: Erlbaum Associates, bls 333‐352.

Sutton‐Spence, R. & Woll, B. (1999). The Linguistics of British Sign Language. An Introduction. Cambridge: University Press.

Wheatley, M. & Pabsch, A. (2010). Sign Language Legislation in the European Union. Brussels: EUD.

Woll, B. (1990). International Perspectives on Sign Language Communication. Í: International Journal of Sign Linguistics 1(2), bls..107-120.

Woll, B., Sutton‐Spence, R. & Elton, F. (2001). Multilingualism: The Global Approach to Sign Languages. Í: C Lucas (ritstj.): The Sociolinguistics of Sign Language. Cambridge: Cambridge University Press, bls..8‐32.

Frekari tenglar:

World Federation of the Deaf (Alþjóðasamtök heyrnarlausra)
European Forum of Sign Language Interpreters (Miðstöð evrópskra táknmálstúlka)
World Association of Sign Language Interpreters (Alþjóðasamtök táknmálstúlka)