Laus störf

Starfmaður óskast

Félag heyrnarlausra óskar eftir starfsmanni í 100% stöðugildi í hlutverk samskipta- og menningafulltrúa. Hlutverkið snýr að bættu upplýsinga og samskiptaflæði til döff barna, ungmenna og foreldra. Samskipti við stofnanir í þjónustu við döff auk samstarfs við deildir félagsins til eflingar hlutverks þeirra. Samskiptafulltrúi kemur að stefnu félagsins um málefni aldraðra og aðgengi aldraðra að velferðarþjónustunni auk samskipta við félagsmenn FH um almenna virkni og þátttöku í samfélaginu.

Viðkomandi starfsmaður þarf að geta unnið í hóp, vera öflugur í mannlegum samskiptum, hafa helstu þekkingu á Office pakkanum auk þess að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. Þekking og kunnátta á ÍTM skilyrði.

Ráðið verður í starfið til reynslu í 6 mánuði með frekari ráðningu til lengri tíma að reynslutíma loknum.

Áhugasamir sendi umsókn og CV á Daða Hreinsson framkvæmdastjóra í netfangið dadi@deaf.is eða með pósti til félagsins að Þverholti 14, 105 Reykjavík, merkt "atvinna" fyrir 31. maí næstkomandi. Reiknað er með að viðkomandi hefji störf 1. september 2017.