Félagsstarf

Innan Félags heyrnarlausra starfa þrjár deildir sem hafa mismunandi hlutverk. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á félags- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri. Slíkar samkomur eru vettvangur fyrir fólk að hittast, hafa samskipti og skapa og gera eitthvað skemmtilegt. Hver deild hefur sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum fyrir ungt fólk, aldraða og íþróttafólk. 

Döff 55+

Eldri borgarar starfrækja deild innan Félags heyrnarlausra fyrir félagsmenn eldri en 55 ára. Deild aldraðra lýtur stjórn félagsins en hefur þó sína eigin stjórn sem heldur utan um starfsemi deildarinnar og er ábyrg fyrir henni. Markmiðið er að halda uppi félagslífi fyrir aldraða og rjúfa einangrun þeirra. Norræn mót aldraðra eru haldin aðra á tveggja ára fresti og hefur deildin tekið þátt í þeim til að efla tengslanet við aðra heyrnarlausa eldri borgara á Norðurlöndum. Í Gerðubergi í Breiðholti er regluleg dagskrá fyrir eldri borgara. Þar er starfsmaður sem heldur utan um dagskrána og hafa heyrnarlausir eldri borgarar tækifæri til að hittast tvisvar í viku og eiga þar góðar stundir.

Formaður deildar eldri borgara er Ingibjörg Andrésdóttir.

ÍFH

Íþróttafélag heyrnarlausra (ÍFH) starfar sem deild innan Félag heyrnarlausra fyrir íþróttaiðkendur félagsins. ÍFH er undir stjórn félagsins en hefur þó sína eigin stjórn sem heldur utan um starfsemi deildarinnar og er ábyrg fyrir henni. Fjárhagsleg ábyrgð er þó Félags heyrnalausra og eru ÍFH ábyrgir fjárhagslega gagnvart félaginu. ÍFH sinnir aðallega landsliði döff í keilu. Stærsti hluti döff íþróttamanna  æfir keilu hjá KFR (Keilufélagi Reykjavíkur) en þar eru 17 döff íþróttamenn skráðir. Sá hópur er mjög virkur og fer reglulega á ýmis döffmót erlendis. Minna fer fyrir öðrum greinum og engin landslið hafa verið formuð í öðrum íþróttagreinum undanfarin ár. Markmið ÍFH er að styðja áhuga döff á íþróttum og koma til móts við virka íþróttaiðkendur.

Puttalingar

Puttalingar starfa sem deild innan Félags heyrnarlausra fyrir ungmenni félagsins. Puttalingar lúta stjórn félagsins en hafa þó sína eigin stjórn sem heldur utan um starfsemi deildarinnar og er ábyrg fyrir henni. Fjárhagsleg ábyrgð er þó Félags heyrnalausra og eru Puttalingar eru ábyrgir fjárhagslega gagnvart félaginu. Puttalingar hafa ekki sér lög en hafa ákveðin markmið að leiðarljósi.

Helstu markmið þeirra eru :

  • að rjúfa félagslega einangrun.
  • að styrkja  unga heyrnarlausa félagslega
  • uppbygging tengslanets vegna fæðar heyrnarlausra á Íslandi er mikilvægt að halda tengslum við önnur lönd.

Stjórn Puttalinga:

Sigurbjörn Eðvarð Gunnarsson formaður
Karen Eir Guðjónsdóttir ritari
Riku Lehtonen gjaldkeri

Netfang: puttalingar@deaf.is