Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólksSamningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er alþjóðasamningur sem felur í sér skyldur aðildarríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum segir:

Aðildarríkin skuldabinda sig til þess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar.

Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Undirritanir þjóðríkja hófust hjá SÞ þann 30. mars 2007. Ísland undirritaði samninginn þann dag ásamt valfrjálsri bókun, án fyrirvara. Alls hafa 165 ríki fullgilt samninginn nú í október 2016.