• Áslaug Ýr Hjartardóttir

Áslaug áfrýjar dómi héraðsdóms vegna mismununar

10. ágú. 2017 Fréttir og tilkynningar

Í júní sótti Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona, um aðstoð túlks í norrænum sumarbúðum fyrir daufblind börn í Bosön á Svíþjóð. Sumarbúðir eru á aldrinum 18 til 35 ára og eru haldnar annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á að halda þær.

Henni var synjað um túlk og fór þess vegna í mál við íslenska ríkið. Systir hennar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virtist ekki hafa áhrif á réttindabaráttu daufblindra. 

Facebook1Áslaug þurfti að greiða túlkaþjónustu úr eigin vasa og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra taldi Áslaugu þurfa fjóra túlka í 8 daga sem kostaði meira en milljón krónur svo bættist dagpeningar ofan á. Hún hafði samband við forsvarsmenn sumarbúðanna og spurði hvort þau gætu styrkt sig vegna túlkana og Svíar ákváðu að dekka allan ferðakostnað, gistingu, mat og uppihald túlkanna og hún er þeim mjög þakklát fyrir stuðninginn.

Áslaug þurfti að taka lán til að greiða fyrir túlkaþjónustuna og óskaði eftir að Samskiptamiðstöð myndi greiða fyrir túlkaþjónustu fjögurra túlka en þeirri ósk var hafnað því kostnaður vegna ferðar Áslaugar til Svíþjóðar nam um átján prósentum af fé sem Samskiptamiðstöðin hafi til umráða á næstu þremur mánuðum. Þá áfrýjaði hún dómi Héraðsdóms vegna mismununar og varpaði ábyrgðinni til að greiða fyrir túlkaþjónustu, yfir á ríkið.

“Ég áfrýjaði einfaldlega af því að ég gat ómögulega sætt mig við niðurstöðu héraðsdóms. Ég þarf nauðsynlega túlkaþjónustu til að geta verið með í samfélaginu, þetta eru almenn mannréttindi í mínum augum. Það ætti enginn döff eða daufblindur að þurfa að greiða fyrir nauðsynlega túlkakostnað úr eigin vasa.” 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún íhugaði um að fara í mál þegar hún fékk ekki aðgang að túlkaþjónustu í útskriftarveislunni sinni jólin 2015. Lögfræðingarnir hennar sögðu henni að hún gæti gert tvennt: ,,Að fara í mál eða gera eitthvað annað.” Hún telur sig vera mikla baráttukonu en hefur fram að þessu frekar kosið seinni leiðina.

Áslaug fór í sumarbúðirnar í Svíþjóð með fjórum túlkum eftir hún greiddi úr eigin vasa. Þema búðanna í ár var hugrekki og stolt og var dagskráin í þeim anda. Í henni voru fyrirlestrar sem gáfu þátttakendum innblástur frá daufblindum, skemmtilegir atburðir eins og klifur, leikir og ferðir, skylmingar og samkomur með norrænum þátttakendum.

“Ég held að flestir þátttakendurnir hafi velt fyrir sér hvort Svíar væru klikkaðir þegar þeir sáu dagskrána, enda ýmislegt sem margir daufblindir halda að þeir geti ekki gert. En Svíar sýndu okkur að við getum allt ef við bara viljum. Ég lærði að skylmast í hjólastól og án þess að sjá og heyra neitt, einnig að klifra.” 

Facebook2Hún nefndi að hún hafi fengið innblástur frá einum finnskum manni í sumarbúðunum þar sem hann sér ekkert né heyrir, en er mjög klár og talar reiprennandi finnskt og alþjóðlegt táknmál og klifraði heila braut í Nagra-garðinum og varð hún stolt að sjá annan daufblindan einstakling lifa lífinu með stæl og enda er hann fyrirmyndin hennar.

“Að sjá allt unga daufblinda fólk gerði mig stolta, ég kynntist sögu þeirra og menningu og hvernig kerfið virkar heima hjá þeim og hvaða samskiptaleiðir eru til. Það er satt að segja frekar einmanalegt að vera daufblind kona á Íslandi, en þarna fann ég að ég er ekki ein.”

Félag heyrnarlausra harmar þennan úrskurð dómsins og telur ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks. Félagið vonar að hæstiréttur komi með þá niðurstöðu sem tryggir að Áslaug og fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái að njóta jafnræðis óháð stað og stund.