• Breyttur opnunartími

Breyttur opnunartími

2. apr. 2020 Fréttir og tilkynningar

Video Í ljósi aðstæðna og samkomubanns mun opnunartími skrifstofu og félagsaðstöðu Félags heyrnarlausra verða frá kl.9-13 mánudaga til föstudaga á meðan það er í gildi. Við hvetjum félasmenn að vera heima og hlýða tilmælum almannavarna og sóttvarnalæknis, nýta sér tæknina til að eiga samskipti eins og Facebook og fleiri samfélagsmiðla. Félagsmenn geta sent beiðni um fundartíma og erindi á netfangið dadi@deaf.is, þeim verður svarað eins fljótt og hægt er. Félagsmönnum er velkomið að senda fyrirspurnir og eiga samskipti við starfsmenn Félags heyrnarlausra á þeirra netföng sem er hægt að finna á heimasíðu félagsins á www.deaf.is.