• Byrjendalæsi sem brú milli íslenska táknmálsins og íslensks ritmáls: Reynsla döff kennara

Byrjendalæsi sem brú milli íslenska táknmálsins og íslensks ritmáls: Reynsla döff kennara

13. des. 2019 Fréttir og tilkynningar

video Eyrún Ólafsdóttir varði lokaverkefni sitt til M.Ed-prófs í vor og brautskráðist sem M.Ed frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í vor. Lokaverkefni hennar er fyrsta meistaraprófsverkefni við HÍ, sem er sett fram á íslensku táknmáli. Í lok október var Eyrún meðal þeirra tíu sem voru sæmdir viðurkenningu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Við óskum hana til hamingju með áfangann, við fögnum Háskóla Íslands fyrir að vera óhrædd við að taka þau skref að gefa nemendum sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta tækifæri að skila lokaverkefni sínu á sínu móðurmáli og vonum að þetta fái tækifæri og tíma til að þróast enn betur.