Dagur íslenska táknmálsins 2015

20. nóv. 2014

Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar næstkomandi. Dagurinn verður tileinkaður döff menningu. Vilt þú vera með til að kynna döff menningu? Málnefnd um íslenskt táknmál óskar eftir döff list sem tengist íslenska táknmálinu. Óskað er eftir myndlist, ljósmyndum, vefnaði, leikritum, kvikmyndum, smásögum eða hverju því lisstformi sem fjallar um íslenska táknmálið eða endurspeglar döff menningu og líf. Okkur langar til þess að búa til lifandi sýningu með döff list og döff listamönnum. Gaman væri að flestir væru með. Vinsamlegast sendið tillögur á netfangið malnefnd@mit.is