DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU 16.NÓVEMBER

Undirtitill

13. nóv. 2014

 

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í nítjánda sinn sunnudaginn 16. nóvember 2014.
Efnt er til ýmissa viðburða undir merkjum hátíðisdagsins um helgina og dagana þar í kring.Laugardaginn 15. nóvember verður efnt til dagskrár í Iðnó, kl. 13–17.  Sjá nánar  hér 
Málræktarþingið í Iðnó verður táknmálstúlkað. Fyrri hluti dagskrárinnar er málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS sem ber yfirskriftina Mál og mannréttindi. Í ár er því fagnað að Íslensk málnefnd er 50 ára.

 

Síðari hluti dagskrárinnar er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þar afhendir Illugi Gunnarsson Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar auk tveggja sérstakra viðurkenninga í tilefni dags íslenskrar tungu.

 

Allir eru velkomnir.

 

Minnt er á vefinn  www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal/dit/ og Facebook-síðu dags íslenskrar tungu.