Döffmót 2013

30. júl. 2013

Táknmálstalandi fjölskyldur og fleiri áttu góða stund á Döffmóti sem haldin var fyrstu helgina í júlí í Goðalandi í Fljótshlíð. Þrátt fyrir rok og rigningu eins og gerist best á Íslandi þá var mætingin góð. Rúmlega 90 manns gerðu sér ferð á mótið, margir dvöldu helgina en aðrir kíktu í dagsferð. Gott félagsheimili vakti mikla lukku þar sem einhverjir völdu að gista í gistiheimilinu við félagsheimili Goðalands og góður íþróttasalur var fyrir alla. Á laugardeginum fóru mótsgestir í dagsferð á Njáluslóðir með táknmálstúlki, sólin gerði þeim glaðan dag með því að rífa sig í gegnum skýin. Á Döffmóti má alltaf skemmta sér vel á degi til og á kvöldin, kvöldvökurnar vöktu mikla kátínu hjá öllum. 

Á næsta ári verður tíunda Döffmótið haldið í Vestmannaeyjum, fyrst var það haldið sumarið 2004 í Stóra Hofi og féll niður eitt sumarið vegna norrænnar menningarhátíðar á Akureyri.