Táknmálsfjör

Subtitle

30. jún. 2013

Í sumar var haldið sumarnámskeið fyrir táknmálstalandi börn. Döff börn, börn Döff foreldra og systkini skráðu sig til leiks á Táknmálsfjörinu dagana 18.-21.júni í Ártúnsskóla. Dagskráin var fjölbreytt og dagurinn fljótur að líða. Má þar meðal nefna lista- og leiksmiðjuna, Árbæjarsafnið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Elliðarárdalurinn og fleira. Sumarveðrið sem hafði ekki látið sjá sig mætti með fullum sólskini á námskeiðinu. Starfsmenn voru táknmálstalandi og þakkar Félag heyrnarlausra samstarfið við SHH og Sólborg fyrir lánið á frábærum starfsmönnum. Þessi vettvangur er mikilvægur fyrir börnin til að koma saman og eiga góðar leikstundir á táknmáli, fá tækifæri til að leika sér í táknmálsumhverfi.    Í dag þarf að beita kröftum til að efla táknmálsumhverfi þar sem staða táknmálsins er frekar veik og beitir Félag heyrnarlausra því fyrir sér ásamt öðrum verkefnum að hlúa að og efla táknmálsumhverfi á Íslandi