• Leikhús

Döff leiklistar túlkur óskast

7. sep. 2020 Fréttir og tilkynningar

Hraðar hendur auglýsa eftir Döff leikurum til að táknmálstúlka leiksýningar. Meðal verkefna er leiksýningin Upphaf í Þjóðleikhúsinu.

Allir 25 ára og eldri geta sótt um og ekki er nauðsynlegt að hafa menntun í leiklist.

Í starfinu felst að þýða og læra leiktexta í samstarfi við Hraðar hendur, æfingar og sýning. Vinnan er launuð.

Sendið umsóknir og spurningar á hradarhendur@gmail.com í síðasta lagi 10.september

Á umsókn þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og símanúmer (sms).

Video