• Mót

Döffmót 2020

28. jan. 2020 Fréttir og tilkynningar

Eins og undanfarin ár verður árlegt Döffmót, í fyrra var það síðustu helgi í júni og nú í ár verður það fyrstu helgina í júlí sem sagt 3.-5.júlí. Staðsetningin í ár eru Kleppjárnreykir, þar er sundlaug, fótboltavöllur, trampólín, veitingastaður og partýskemma sem er búið að taka frá fyrir gesti Döffmótsins.

Gisting:

Döffmótsgestum stendur til boða að panta sér gistingu hjá Birgi. Í boði er hús með 5x2ja manna herbergi og einu baðherbergi og kostar nóttin 5.000 kr per mann. Í næsta húsi er möguleiki að panta sér gistingu í herbergi með baðherbergi fyrir 2-3 manns og kostar nóttin þar 12.000 kr. Nánari upplýsingar um gistinguna er að finna á AIRBNB, https://www.airbnb.is/rooms/13976743?source_impression_id=p3_1580206917_D%2BXpJre1LnlgvsCr

ATH það er ekki hægt að panta í gegnum airbnb þar sem búið er að taka frá fyrir Döffmót svo hafið samband beint við Birgir.

Vinsamlegast hafið samband við Birgir e-mail birgir@isa.is eða gsm 820-1310 vegna gistingu.

Við hvetjum þá sem ekki vilja sofa í tjaldi að bóka gistingu tímanlega.

Tjaldstæði:

Verð á tjaldstæði er 1.800 kr nóttin, frítt fyrir 14 ára og yngri.

Rafmagn 1.000 kr nóttin.

Dagskrá:

Eins og vanalega verður fjör og gaman á mótinu, leikir, fótbolti, þrautir og kvöldskemmtun.

Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur að mótinu.

Sjáumst hress og kát í sveitinni! Ef þú hefur áhuga á að vera með í Döffmótsnefndinni eða koma með skemmtatriði fyrir kvöldskemmtunina hafðu þá samband við tengilið nefndarinnar Svava Jóhannesdóttir.

Kveðja Döffmótsnefndin

Svava, Heiðdís, Agnieszka, Björg og Elísabet.