Döffmót á Kleppjárnsreykjum 10-12 júlí 2015

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

3. sep. 2015

https://vimeo.com/138188754

Undirrituð mætti með fjölskyldu sinni á svæðið seint á fimmtudagskvöldi eftir dágott ferðalag um suðurlandið. Fékk hún góðar móttökur frá genginu sem mætir nær alltaf fyrst og hitar upp stuðið fyrir Döffmótið. 

Föstudagurinn rann upp og var gengið þá búið að slá upp hernaðaráætlun þar sem grasbletturinn okkar var þakinn frönskum húsbílaeigendum og öðrum túristum. Þau frönsku hafa fundið lyktina af MMC-bolabítunum Gumma og Níelsi og þau flúðu svæðið við sólarupprás. Næst var að færa okkur og vígbúast til að hertaka svæðið okkar. Skondið var að sjá jeppana sem raðað var upp hlið við hlið beint á móti þessum fáu tjöldum sem eftir voru og að sjá þegar fólkið leit út og sá hvað blasti við þeim. Hernaðaráætlunin gekk eftir og við búin að hertaka grasblettinn okkar undir hádegi.  Fólk úr öllum áttum fór að tínast inn og slá upp tjöldum.  Alltaf jafn aðdáunarvert að sjá þegar fólk hjálpast að, skiptist á fréttum og spjallar um allt á milli himins og jarðar. Börnin voru fljót að tínast út í móa, tjöld og kjarrlendi og rétt kíktu til að fá í svanginn. Helgin var dásamleg með góðu fólki, lítið var sofið og mikið spjallað og leikið. 

Á laugardeginum mættu döff heldri borgararnir, þau slóu upp sínu fína kjaftatjaldi og gengu um og sögðu sögur. Farið var í sund sem var á svæðinu, í leiki, keppt í fótbolta, í snú snú og skemmtileg kvöldvaka var lukkuleg og þess má geta að allt þetta var gert undir berum himni án vandkvæða.

Ég þakka kærlega fyrir mig og mína, við hlökkum til næsta árs og trúum að mótið heppnist jafnvel og nú í sumar.

Heiðdís Dögg

 Kvöldvaka Kvoldvaka

 Stund milli leikja

Stundmillileikja

Flottur

FlotturFljúgðu hátt

Fljugduhatt