Óskað eftir efnum fyrir Döffblaðið

23. nóv. 2014

Við ætlum að birta næsta Döffblað í febrúar 2015 í tilefni 55 ára afmælis félagsins. 

Ef þig langar að senda efni til okkar fyrir tímaritið, þá er það vel þegið, ekki er greitt fyrir efni sem sent er inn. Með efni er átt við ritgerð, viðtal, grein, ljósmynd, uppskrift og fleira sem er hentugt er fyrir tímaritið.Ef þú finnur efni sem þú telur að passi vel fyrir tímaritið, þá er engin spurning að benda okkur á það.Ef þú ert með efni þá þarftu að muna að skrá nafn þitt undir það svo við vitum hver er höfundur þess. Auk þess eru myndir vel þegnar og með þeim þarf að fylgja nafn ljósmyndarans vegna höfundaréttar.  

Á sama tíma óskum við eftir nýjum uppskriftum og ef þið viljið deila þeim með okkur, ykkur er velkomið að senda þær til okkar og við birtum þær í blaðinu. Netfangið er doffbladid@deaf.is og skilafresturinn er til 31. desember 2014.