EUD WEBINAR

13. okt. 2020

Evrópubandalag döff, EUD hefur skipulagt málþing á netinu, webinar fyrir döff dagana 19.-23.október 2020. Hefst það klukkan 8:00 alla morgna á íslenskum tíma, þeir sem hafa áhuga endilega að skrá sig á heimasíðu EUD. Linkur hér að neðan. 

Velkomið að fylgjast með hluta af málþinginu ef það hentar betur eða forvitnin er kannski meira á vissum umræðuefnum. 

Mánudaginn 19.október er umræðuefnið gríman eða réttara sagt grímuskyldan eins og við þekkjum á Íslandi. 

Þriðjudaginn 20.október er umræðuefnið aðgengi að táknmálstúlkun sem hefur aukist verulega í faraldrinum og vilja flest lönd meina að þetta aðgengi á og er komin til að vera.

Miðvikudaginn 21.október er umræðuefnið aðgengi í heilbrigðiskerfinu eins og á sjúkrahúsum. 

Fimmtudaginn 22.október er umræðuefnið fjarkennsla á tímum heimsfaraldursins, Covid-19.

Föstudaginn 23.október er umræðuefnið tæknin sem hefur aukist stórlega á tímum Covid-19 og einangrun döff aldraða. 

Nánar um Webinar á heimasíðu EUD

Íslenskt táknmál hér