• Quill mús

Fólki varð hrifið af tölvuleikjamús sem notar táknmál

15. ágú. 2017 Fréttir og tilkynningar

Bráðum kemur nýr leikur sem hannaður er fyrir Playstation með sýndarveruleika gleraugum að nafni Moss þar sem lítil músahetja að nafni Quill notar skræki og alls konar af ótöluðum merkjum til að hafa samskipti við spilara. Þann 2. ágúst tístaði Richard Lico kvikari á Twitter með prufuatriði af músinni að heilsa á amerísku táknmáli. Viðbrögðin voru yfirþyrmandi.

Lico tístaði hreyfimyndina til hundruða fylgenda sinna á miðvikudagskvöld og fékk hann 26 þúsund like og nokkur hundruð viðbrögð. Mest af öllu var hrós fyrir bæði hugmyndina og hreyfimyndina af fígurunni að nota táknmál í tölvuleiki. Ekki var hugmynd slæm þegar hann kom að þessu á mánudagskvöld. 

Það er gaman að kynnast þér, ég heiti Quill.

Í leiknum sem kemur út í vetur er leikmaðurinn fluttur í ímyndunaraflsríki þar sem hann þarf að verða vinur og aðstoða Quill í hetjulegum ævintýri. Þrátt fyrir raddleysi notar músin leiðir til að hafa samskipti með áætlanir og leiðbeiningar fyrir leikmanninn.

Lico nefndi fram að hugmyndin sló hann þegar hann var að horfa á prufuútgáfu með Tam Armstrong forstjóra hjá Polyarc að sjá nokkrar líkamstjáningar sem Quill hjálpar í samskiptum.

,,Ég sagði, væri það ekki töff ef við bættum táknmál í leiknum, og hann kinkaði bara kolli.” 

Hann hafði enga þekkingu á amerísku táknmáli þegar hann byrjaði að gera smá könnun á þriðjudagsmorgun og á miðvikudaginn eftir hádegi var hann búinn að skapa nýja hreyfingu með táknmáli.

,,Síðan kann enginn á skrifstofunni táknmál, ég þurfti að vita hvort ég væri klikkaður eða ekki þó það myndi bæði virka eða ekki, póstaði ég samt á Twitter.”

Hann hefur unnið með hreyfimyndir í 17 ár og vann nýlega með Bungie og Raven Games og var þá með 400 fylgjendur á Twitter áður en hann póstaði atriðinu. 

,,Ég var að reikna með að fá nokkrar athugasemdir, kannski góðar upplýsingar og 8 eða 10 likes.” 

E317_Moss_GDP_SCREENSHOT_07Viðbrögðin komu honum á óvart og í dag er hann með 2300 fylgjendur á Twitter og enn mikilvægt hefur hann sýnt góðan stuðning til margra amerískra táknmálsnotenda. “Gaman að kynnast þér líka, Quill,” svaraði einn á Twitter sem þýðir að skilaboðin frá músinni höfðu sent skýrt skilaboð. Quill músin er bara með fjórar fingur, en samt er létt að búa til setningu þó að stafað nafn hennar var svolítið hratt og flókið fyrir venjulega notendum.

Þó Lico segir að þeir muni ekki nota flókin tákn í leiknum en sterk viðbrögð hafa borist frá samfélagi táknmálsnotenda að styrkja táknmál í leiknum.

,,Stundum notar músin líkamstjáningu þegar ekki er til gott tákn fyrir það, og annað hún mun fletta táknmál sem hún vill að þú þekkir. Þessi tvíst staðfesti virkilega að við ættum að gera þetta.” 

Það er yndislegt að sjá jákvæða vitund að fá táknmál innifalið í tölvuleik. Amerískt táknmál er ríkjandi táknmál í döff samfélagi í Norður-Ameríku. Það er einnig notað sem leið fyrir ung börn sem hafa áhrif af aðstæðum sem geta komið í veg fyrir munnleg samskipti. 

,,Ég hef verið að fá innblást af svörunum. Sérstaklega þau sem þú færð frá döff fólki sem þakka sér fyrir. Ég hafði bara ekki hugmynd að geta tengst tilfinningalega við eitthvað eins og þetta,” sagði Lico um ótrúleg viðbrögðin við tvísti hans. ,,Þess vegna myndi maður verða kvikari við fyrstu sæti. Þeir vilja skapa karakter sem draga tilfinningar frá fólki. Til að vera hæfur í því að gera þetta með einum af kjánalegum litlum hreyfifígúrum mínum.. það hefur áhrif á mig." 

Heimild: Kotaku