• Góðan dag kæru forelrar

Fræðslufundir fyrir foreldra táknmálstalandi barna. Foreldrar hittast og ræða saman um máluppeldi barna á ÍTM.Einn fræðslufundur verður í haust og tveir í vor

5. nóv. 2019

video Góðan dag kæru foreldrar,

SHH ætlar að endurvekja fræðslufundina fyrir forráðamenn sem eiga táknmálstalandi börn. Þessir fundir eru óformlegir og eru hugsaðir sem vettvangur fyrir forráðamenn að hittast og ræða saman um máluppeldi táknmálstalandi barna. Hver fræðslufundur byrjar á stuttu erindi og að því loknu taka umræður við. Hver fundur stendur yfir í klukkutíma.

Einn fræðslufundur er fyrirhugaður á haustönn 2019 og tveir fyrir næsta vor.

Þemað í nóvember er máltaka barna á táknmáli og verður Nedelína með innlegg. Í vor verður fjallað um táknmálstúlkun fyrir börn og flytur Árný Guðmundsdóttir erindið. Nedelína ræðir um hugtakið tvítyngi á seinni fræðslufundinum.

Við á SHH viljum koma til móts við forráðamenn og ætlum að halda fyrsta fræðslufund tvisvar og kanna með því hvernig þetta fyrirkomulag nýtist forráðamönnum til þess að geta skipulagt fræðslufundina í vor:

13. nóvember kl. 20:00-21:00 á SHH

20. nóvember kl. 14:30-15:30 á SHH

Allir forráðamenn eru hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið nedelina@shh.is fyrir 8. nóv. Lágmarksfjöldi á fræðslufund er fimm manns. Náist ekki lágmarksfjöldi verður fundinum aflýst. Táknmálstúlkun verður í boði á báðum fundum. Fræðslufundirnir eru forráðamönnum að kostnaðarlausu.

Athugið að SHH tekur ekki að sér barnagæslu á meðan á fræðslufundunum stendur. Börn eru því á ábyrgð foreldra sinna.

Nedelina, Árný og Júlía

 

Fagstjórar á SHH