Framkvæmdanefnd 2

Undirtitill

23. maí 2014

Video

Framkvæmdanefnd 2 (FN2) mun ljúka störfum núna á næstunni. Nefndin vinnur að því þessa dagana að fara yfir lokadrög. Í ársbyrjun 2012 skilaði framkvæmdanefnd 1 tillögum til ríkisstjórnar og í framhaldi af því skipaði hún velferðarráðuneytinu að fara yfir tillögurnar og vinna með það í framkvæmd. Fulltrúar FN2 eru frá velferðarráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sambandi íslenskra sveitarfélaga, Heyrnarhjálp, Fjólu og Félagi heyrnarlausra. Fulltrúar Fh eru Hjördís Anna og Heiðdís Dögg. Í vinnu FN2 var farið yfir tillögur framkvæmdanefndar 1, farið í að finna ábyrgðaraðila, eftirlitsaðiila, samstarfsaðila, tímasetngingu og kostnaðaráætlun. Tillögur FN2 eru tímasettar frá 2015-2020. Í tillögum eru 6 flokkar, A er þjónustuliður fyrir 0-18 ára og í því er þjónusta, ráðgjöf, stuðningur, greining, teymisvinna, leikskóli, grunnskóli og fyrstu árin í framhaldsskóla. B er þjónustuliður fyrir 18 ára og eldri, þar er margt líkt með A nema meiri þjónsta t.d sjálfstætt lif eldri borgara, þjónusta fyrir eldri borgara, greining, teymisvinna, fjölskylduráðgjöf, nám- og starfsráðgjöf, atvinnulíf, menning og frístundir, táknmálshús og þjónustuhús og fleira. C er túlkaþjónusta þar sem er farið í millitúlkun, bréfatúlkun, fjartúlkun, daufblindratúlkun og rittúlkun. D er menntun þjónustuaðila s.s táknmálstúlka, rittúlka, kennara í ÍTM, kennsluráðgjöf, talmeinafræðinga, heyrnarfræðinga og aðstoðarfólks. E er rannsóknir, þróun og fræðsla og að lokum er F. sem er með þjónustu fyrir Döff+, þá sem eru  með viðbótarfatlanir.