FYRIRLESTUR 2.JÚLÍ 2014

Undirtitill

5. jún. 2014

 

Video

FYRIRLESTUR LISTAMANNSINS CHRISTINE SUN KIM

 

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 2.júlí kl.16:00-17:30 í stofu HT105 í Háskóla Íslands og verður fluttur á ritaðri ensku og túlkaður yfir á íslenskt táknmál. Fyrirlesturinn er í boði Félags heyrnarlausra og Rannsóknastofu í táknmálsfræði.

 

Lýsing á fyrirlestrinum:

 

Með tilraunum sínum í hljóðlist hefur listakonan Christine Sun Kim, sem er döff frá fæðingu, skapað sér eigin “rödd”. Það gerir hún til dæmis með því að láta gesti viðburða sinna hefja upp raust sína, stjórna fólki syngja með hreyfandi andlitum sínum og útsetja sjónrænar raddir. Við það síðastnefnda vakna spurningar um hvar vald tungumálsins og eignarhald hljóðs liggja sem og um samfélagslegt gildi mælts máls. Þetta sjónræna merkjamál er niðurstaða þeirrar iðju Christine að sameina upplýsingakerfi og tungumál sem henni eru kunn og að stefna ólíkum málkerfum hvert gegn öðru. Athuganir hennar hafa leitt í ljós að tónlist og bandaríska táknmálið (ASL) eiga fleira sammerkt en ekki og mun það einnig verða til umfjöllunar í erindi hennar.

 

Christine Sun Kim kemur hingað til lands til að taka þátt í sýningunni  Látbragð Tákn List. Döff menning / Heyrandi menning sem opnuð verður í Aðalbókasafni Borgarbókasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 3.júlí kl.17 og stendur til 20. júlí.