FYRIRLESTUR Í SHH

Undirtitill

21. okt. 2014

 

Fyrirlesari: Kristín Lena Þorvaldsdóttir, málfræðingur

 

Vinnustaður: SHH

 

Í fyrirlestrinum mun Kristín Lena tæpa á helstu staðreyndum um táknmál Norðurlandanna og lýsa stöðu málanna m.t.t. laga, rannsókna og kennslu. Með tilkomu málnefnda táknmálanna hefur staða táknmálanna styrkst en hlutverk þeirra er að efla og styrkja málin. Málnefndir norrænna táknmála eru ýmist hluti af málnefndum norrænna raddmála eða óháðar þeim. Áherslur málnefndanna eru sambærilegar en misjafnt er hversu miklu fjármagni er veitt til starfa þeirra í hverju landi fyrir sig.

 

Fyrirlesturinn verður þann 28. október kl. 14:30-15:30 á Shh, Grensávegi 9, Reykjavík.