FYRIRLESTUR SHH Í HÍ

Tími og staður: 15. júní 2015 kl. 9:30-12:00 Háskóli Íslands, Árnagarður, stofa 201

3. jún. 2015

 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum við HÍ auglýsa fyrirlestur um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur barna með skerta heyrn. 

 

Fyrirlesturinn nefnist: Snemmtæk íhlutun fyrir fjölskyldur barna með skerta heyrn

 

Fyrirlesari: Paula Pittman

 

Paula Pittman vinnur fyrir SKI-HI Institute, Logan, Utah í Bandaríkjunum. Paula er kennari með sérmenntun í kennslu heyrnarlausra, blindra/sjónskertra og daufblindra barna. Hún er líka menntuð í sérkennslu ungra barna, auk þess að vera talmeinafræðingur.

 

Tími og staður: 15. júní 2015 kl. 9:30-12:00 Háskóli Íslands, Árnagarður, stofa 201

 

Paula Pittman er deildarstjóri SKI-HI Outreach við SKI-HI Institute Center for persons with disabilities, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun námsgagna fyrir SKI-HI og sér um alla þjálfun kennara og döff ráðgjafa hjá SKI-HI. Hún er einnig verkefnisstjóri við þjónustu fyrir foreldra og börn þeirra við Utah Schools for the Deaf and Blind í Utah. Þjónustan er veitt í öllu fylkinu  og býður upp á snemmtæka íhlutun inni á heimilum fyrir allar fjölskyldur barna með skerta heyrn á aldrinum 0-3 ára. Hún hefur starfað við menntun ungra barna í 33 ár með áherslu á snemmtæka íhlutun inni á heimilum.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður túlkaður á ÍTM.

 

Allir eru velkomnir.