Happdrættissala Félags heyrnarlausra er hafin

10. sep. 2018 Fréttir og tilkynningar

Hausthappdrættissala Félags heyrnarlausra er hafin. Sölumenn á vegum félagsins munu heimsækja heimili landsins og bjóða til sölu happdrætti Félags heyrnarlausra fram til 10 desember. Sala happdrættisins er mikilvægur hluti af rekstri félagsins sem eru réttinda- og hagsmunasamtök heyrnarlausra á Íslandi. Sölumenn munu ekki selja í hús eftir kl. 21.30 á kvöldin.