• Happdrættissala vorhappdrættis hættir í bil

Happdrættissala vorhappdrættis hættir í bili

23. mar. 2020 Fréttir og tilkynningar

Video

Í ljósi nýjustu ákvarðana Sóttvarnarlæknis og Almannavarna hefur verið ákveðið að hætta happdrættissölu tímabundið. Bannið nær til enn strangari fjarlægðartakmarkana sem gerir söluna mun erfiðari. Einnig verðum við að hugsa um hag almennings og okkar fólks þó salan og samskiptin hafi verið því næst snertilaus og sölumenn ávallt sótthreinsað sig í kjölfar mögulegra snertinga þá er sölunni sjálfhætt samkvæmt nýjustu reglum um samkomubannið. Við munum endurskoða framhald sölunnar skv kröfum og reglum Sóttvarnarlæknis. Þökkum mikilvægan stuðning í starfsemi félagsins og frábærar viðtökur almennings hingað til! Fyrir þá sem keypt hafa miða þá er áfram fyrirhugaður happdrættisútdráttur 5. júní næstkomandi. Þeir sem vilja kaupa happdrættismiða geta sent tölvupóst á deaf@deaf.is eða hringt á skrifstofutíma félagsins og gengið frá kaupum.