• island.is

Heimasíðan www.island.is

6. sep. 2018

video

Heimasíðan www.island.is hefur kynnt nýtt og betrumbætt pósthólf hins opinbera. Stefnt er á stafrænt Ísland. 
Á síðunni finnur þú meðal annars gögn frá Tryggingastofnun, Fjársýslunni, Þjóðskrá Íslands, Sjúkratryggingum, Ríkisskattstjóra, Háskóla Íslands og sveitarfélögum, eigir þú bréf frá þessum aðilum. Síðar á árinu munu gögn frá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum bætast við.  
Á Mínum síðum í pósthólfinu getur þú nálgast mikilvægar upplýsingar um þig úr þjóðskrá, ökutækjaskrá, fasteignaskrá o.fl. 
Á þjónustuvefjum í pósthólfinu getur þú tengst um 200 þjónustuveitendum, þar á meðal Heilsuveru sem er þjónustuvefur Embættis landlæknis og inniheldur afar gagnlegar upplýsingar.
Markmiðið er að fyrir árið 2020 getir þú sótt allar helstu upplýsingar um samskipti þín við stofnanir ríkisins og sveitarfélög hér á island.is.

Allir reikningar og yfirlit s.s. fasteignagjöld, bifreiðagjöld, skattayfirlit og uppgjör munt þú einnig sjá á þessari síðu sem markmið ríkisins er að geyma muni allar persónulegar upplýsingar á vegum ríkisins um þig.