• Hrekkjavökupartý, jólaball, spilakvöld eða hvað vilt þú?

Hrekkjavökupartý, jólaball, spilakvöld eða hvað vilt þú?

3. sep. 2019 Fréttir og tilkynningar

Video Stjórn Félags heyrnarlausra hefur samþykkt til tilraunar fram á vor 2020 til að efla félagsstarf félagsins og hvetja til aukinnar virkni félagsmanna að bjóða félagsmönnum og vinum félagsins að taka að sér að skipuleggja viðburði og fá laun fyrir verkefnið. Viðburði eða uppákomur geta verið af ýmsu toga t.d hrekkjavökupartý fyrir börn og ungmenni, ratleikur, jólaball, pizzukvöld, félagsvist og margt margt fleira. Ef þú lumar á hugmynd og vilt taka að þér að skipuleggja viðburð velkomið að hafa samband við Daða dadi@deaf.is til að fá frekari upplýsingar.

Það er von stjórnar að þetta muni efla félagsstarf, gefa félagsmönnum tækifæri að koma sínum hugmyndum á framfæri, skapa vettvang fyrir táknmálssamfélagið. Stjórn félagsins mun svo endurmeta verkefnið í vor.