Hver er listakonan á bakvið Arctic Beast?

28. nóv. 2019 Fréttir og tilkynningar

Video Snædís Björt er ung efnilega listakona, hún svaraði kalli félagsins um að hanna og teikna myndir í tengslum við íslenska táknmálið fyrir alþjóðavikuna sem fyrr segir. Ef rýnt er í myndirnar má sjá listanafnið AB sem stendur fyrir Arctic Beast. Í viðtalinu spjöllum við stuttlega við Snædísi og fá smá innsýn um hagi hennar og fyrir hvað Arctic Beast stendur. Í myndbandinu getið þið séð myndirnar, ef þið skoðið þær vel þá getið þið séð handformin í listinni og hver táknin eru fyrir dýrin sem er mjög skemmtilegt. Hvetjum ykkur að finna hana t.d á Instagram undir nafninu arctic.beast, þar má sjá fleiri verk eftir ungu listakonuna. Við hlökkum til að sjá fleiri verk eftir hana í náinni framtíð.