• táknmál

Íslenskt táknmál

21. sep. 2020 Fréttir og tilkynningar

Í dag, 21.september hefst alþjóðavika döff sem haldin er víðs vegar um heiminn og stendur hún til sunnudags 27.september. Alheimssamtök Döff (WFD) hafa sett saman þemu fyrir hvern dag, alla daga alþjóðavikunnar.

Táknmálið er umfjöllunarefni dagsins í dag. Talið er að fleiri en 70 milljónir döff reiði sig á táknmál sem móðurmál og barna sem tilheyra döff fjölskyldum ásamt þeim tilheyra fleiri milljónir táknmálssamfélaginu sem nota táknmál daglega.

Í heiminum eru yfir 200 mismunandi táknmál. Táknmál er fullgilt tungumál eins og raddmál. Í tilefni af alþjóðaviku döff ætlum við að vekja athygli á auðlegð táknmálsins og rétt táknmálsins að vera jafnrétthátt og önnur tungumál sem töluð eru hjá hverri þjóð. Mikilvægt er að styðja og efla við táknmálið eins og íslenska táknmálið sem var viðurkennt með lögum árið 2011. Það er ekki hægt að líta framhjá því að málminnihlutahópar eins og þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta mæta oft óréttlátum hinrunum og skilningsleysi í samfélaginu. Af því sögðu er því mikilvægt að hlúa, efla og vernda íslenska táknmálið og rétt allra til tungumálsins.

Upp með hendur, áfram með íslenska táknmálið!

táknmál