Jöfn tækifæri fyrir alla döff

25. sep. 2020 Fréttir og tilkynningar

Atvinna döff er grundvallaratriði í félagslega líkaninu sem lögð er áhersla á í þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Döff fólki þarf að gefast kostur á að nota táknmál til að starfa í aðgengilegu vinnuumhverfi án aðgreiningar þar sem það getur virkjað hæfileika sína til fulls og tekið fullan þátt í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Mikilvægt er að fjármagna, efla og hvetja til menntunar og aðgengis að löggiltum táknmálstúlkum og – þýðendum svo tryggja megi þátttöku þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál í samfélaginu. Nauðsynlegt er að koma á fót og þróa túlkanám undir forystu döff, döff eiga að hafa aðgang að ríkisstyrktri túlkaþjónustu á öllum sviðum.

Tryggja þarf jafnt aðgengi að opinberri og almennri þjónustu í íslensku þjóðlífi svo döff megi lifa og dafna sem manneskjur og til að tryggja að allir njóti virðingar, verndar og reisnar.

Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur sýnt hindranir á aðgengi döff að lífsnauðsynlegum upplýsingum um lýðheilsu og því mikilvægt að allir sameini krafta sína í að tryggja aðgengi að upplýsingum á íslensku táknmáli fyrir íslenska þjóðfélagsþegna sem reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.