Jólamatur Félags heyrnarlausra 2019

19. nóv. 2019 Fréttir og tilkynningar

Video

55+deild ætlar að græja skemmtilegt kvöld, allir eru velkomnir. Húsið opnar kl.18 og maturinn verður borinn fram kl.18.30. Hægt verður að kaupa áfengi á barnum, verð fyrir matinn er 7.500 kr. Vinsamlegast skrá sig hjá gudrun@deaf.is fyrir klukkan 16 föstudaginn 29.nóvember. Ekki láta þetta framhjá þér fara, njótum samverunnar á góðri stundu og hver veit að þú verðir heppinn og færð möndlugjöf.

Jólamatseðill fyrir aðeins 7.500 kr á mann.

Forréttir

Karrýsíld með vorlauk og eplum

Rauðbeðusíld með rauðlauk

Dill og fennel grafinn lax með graflaxsósu

Reyksoðin bleikja með grófkorna sinnepi og kryddjurtum

Grafinn hrossavöðvi með bláberjasósu

Kjöt

Hangikjöt með uppstúf og kartöflum

Veljið tvo aðalrétti

Purusteik

Kalkúnabringa

Hamborgarahryggur

Meðlæti

Heimalagað rauðkál, grænar baunir, eplasalat

Laufabrauð, rúgbrauð, smjör

Brúnaðar kartöflur, sætkartöflusalat

Rauðvínssveppasósa

Eftirréttir

Ris a la mandle með kirsuberjasósu

Súkkulaðikaka og rjómi