• Merki Félags heyrnarlausra

Kosning á manni ársins 2019

8. jan. 2020 Fréttir og tilkynningar

Nú er komið að því að maður ársins árið 2019 verði kosinn. Maður ársins verður krýndur á afmælishátíð í tilefni af 60 ára afmæli Félags heyrnarlausra í gamla bíó. Það er í ykkar höndum kæru félagsmenn að velja þann sem þið teljið hafa skarað fram úr í döff samfélaginu á síðasta ári. Meðfylgjandi er eyðublað og kjörkassi sem mun liggja fyrir í Félagi heyrnarlausra eða hægt er að senda tilnefningar með nafni manneskju og stuttri útskýringu á ástæðu þess að þessi manneskja eigi titilinn skilið á dadi@deaf.isfyrir laugardaginn 1. febrúar næskomandi. Farið verður með allar tilnefningar félagsmanna sem trúnaðarmál og þær lagðar ómerktar í kjörkassann sem stjórn Félags heyrnarlausra mun telja upp úr. Við hvetjum ykkur sem flest til að taka þátt í þessu skemmtilega kjöri!

Maður ársins 2019