Kynningarmyndband um táknmálstúlkun

Undirtitill

12. des. 2014

Video  Félag heyrnarlausra hefur útbúið kynningarmyndband um táknmálstúlkun og mikilvægi hennar og sent öllum þingmönnum landsins. Markmiðið er að upplýsa og kynna fyrir almenningi og yfirvöldum mikilvægi táknmálstúlkunar og út á hvað hún gengur. Einnig upplýsum við útreikning á ávinningi þess fyrir yfirvöld að kosta atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa en sparnaður fyrir ríkið að hafa döff á vinnumarkaði með 320 þúsund krónur á mánuði í stað þess að vera óvirkur bótaþegi heima er tæpar 2,5 milljónir króna á ári. Þetta er því ekki eingöngu spurning um mannréttindi sem það vissulega er, heldur stórkostlegan sparnað fyrir ríkið að döff geti unnið og fengið aðgang að vinnustaðatúlkun. Við hvetjum ykkur til að skoða kynningarmyndbandið sem tekur eingöngu 5 mínútur. 

Bréfið til þingheims: Tryggjum túlkasjóðinn, allra hagurFélag heyrnarlausra ákvað í ljósi þeirra umræðna og viðbragða menntamálaráðuneytisins undanfarið þar sem félagslegi túlkasjóður heyrnarlausra er uppurinn annað árið í röð að upplýsa og fræða þyrfti yfirvöld út á hvað táknmálstúlkun í daglegu lífi þýðir.
Má segja að táknmálstúlkun skiptist í fjóra megin þætti, skóla-, félagslega-, myndsíma- og atvinnutúlkun. Í kynningunni birtum við einnig umbeðna útreikninga frá Tryggingastofnun er sýnir sparnað samfélagsins ef við sendum 50 heyrnarlausa einstaklinga(25% af félagsmönnum Félags heyrnarlausra) út á vinnumarkaðinn með tækifæri á atvinnutúlkun sem ekki er í boði í dag miðað við stærð félagslega sjóðsins.Ekki virðist sem túlkamálin hafi verið skoðuð í heild sinni m.t.t. samfélagslegra áhrifa þess að heyrnarlausir fái félagslega- og atvinnutúlkun en í kynningunni skv. útreikningum TR sýnum við það skýrt að þeir fjármunir sem settir verði í atvinnutúlkun komi margfalt til baka inn í ríkiskassann. Sýnum samfélagslega ábyrgð og tryggjum túlkasjóðinn og aðgengi heyrnarlausra til samábyrgðar í samfélaginu. Hér er okkar framlag til ykkar kæri þingheimur. Nú er það ykkar að taka skynsamlega á þessum málum.