• Leikhús / Leikrit

Leiklistarnámskeið fyrir döff, heyrnarskert og coda börn – prufutími 12.des kl.17

9. des. 2019 Fréttir og tilkynningar

Frá byrjun janúar verður boðið uppá ÓKEYPIS leiklistarnámskeið fyrir döff / heyrnarskert börn og coda börn á aldrinum 6-13 ára.

Fjöldi kennslutíma er 10, auk sýningar. Hver kennslustund er 1 klst og farið verður í ýmsa leiklistarleiki þar sem áhersla er lögð á að þjálfa þætti eins og sköpunarkraft nemendanna, leikgleði, einbeitingu og samvinnu.

Mikið verður unnið með spuna og hugmyndaflug nemendanna sjálfra og þeim leiðbeint í að finna hugmyndum sínum farveg.

Þátttakendur námskeiðsins búa saman til litla sýningu, sem þau sýna í lok námskeiðsins í alvöru leikhúsi.

Á sýningardaginn mæta nemendur í leikhúsið, fá þar búninga og förðun og æfa á sviðinu áður en sýning sjálf fer fram. Fjölskyldum nemendanna er boðið á sýninguna, endurgjaldslaust.

Leiðbeinandi námskeiðsins, Adda Rut, hefur yfir 10 ára reynslu í leiklistarkennslu og vinnu með börnum í leikhúsi, leikstjórn og táknmálstúlkun í leikhúsi.

BOÐIÐ VERÐUR UPPÁ PRUFUTÍMA FIMMTUDAGINN 12.DESEMBER, KL.17.00. Í FÉLAGI HEYRNARLAUSRA. ALLIR VELKOMNIR Í PRUFUTÍMANN, ÁN SKULDBINDINGA.