Málstofa um táknmálsrannsóknir á Hugvísindaþingi

Rannsóknir á íslenska táknmálinu: Hvar stöndum við og hvert viljum við fara?

12. mar. 2015

 

Laugardagurinn 14. mars kl. 10.00-14.30, með hádegishléi.

Í málstofunni verður farið yfir stöðu táknmálsrannsókna á Íslandi.

 

Fyrirlesarar gefa yfirlit yfir ólík svið málvísinda og rannsóknir á íslenska táknmálinu sem falla undir viðkomandi svið en einnig verður sjónum beint að orðræðu um heyrnarleysi. Fjallað verður um nokkur meginsvið málvísinda, hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði, setningafræði og merkingarfræði, sagt frá málþroskarannsóknum sem eru marga hluta vegna ólíkar málþroskarannsóknum á raddmálum og litið á táknmál út frá sjónarhorni mannfræðilegra málvísinda.

Þá verður talað um hagnýtingu þeirra rannsókna sem unnar hafa verið hingað til og framtíðarverkefni á sviðinu sem og greiningu á ævisögum heyrnarlausra barna og fjölskyldna þeirra út frá skilgreiningu á „identity“.

Fyrirlesarar og titlar erinda:

 

  • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði: „Frá VHS til Wiki.“ Hagnýting rannsókna á íslenska táknmálinu
  • Kristín Lena Þorvaldsdóttir, málfræðingur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra: Hvað eru hljóð, orð og beygingar í íslensku táknmáli?
  • Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í íslenskri málfræði og Elísa G. Brynjólfsdóttir, táknmálsfræðingur: Setningafræði íslensks táknmáls
  • Þórhalla Guðmundsdóttir Beck, sjálfstætt starfandi málfræðingur: Merkingarfræði íslensks táknmáls
  • Nedelina Ivanova, málfræðingur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra: „Ertu búinn að hreinsa tennurnar í fiskinum?“ Um leiðangur rannsakanda við gerð stöðumats á færni í ÍTM
  • Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og doktorsnemi í málvísindalegri mannfræði: Málvísindaleg mannfræði
  • Stefan Hardonk nýdoktor: Heyrnarleysi og auðkenni: kenningar frá póststrúkturalisma

 

Málstofustjórar: Rannveig Sverrisdóttir lektor og Elísa G. Brynjólfsdóttir táknmálsfræðingur

Útdrætti má finna  hér