• Menningarpotturinn!

Menningarpotturinn!

21. jan. 2020 Fréttir og tilkynningar

Video Félag heyrnarlausra er lítið og náið samfélag þar sem félagsmenn hittast vanalega í félagsheimili félagsins. Nú er stórt spurt, hversu oft kíkjum við í innlit annarra félaga? Hér er tækifæri fyrir félagsmenn að hittast og kynnast hvort öðrum á mismunandi vegu.

Í menningarpottinum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sín áhugamál og menningu á uppbyggilegan hátt. Hér er ekki endilega verið að tala um þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skipti honum mestu máli eða það sem vekur áhuga hans.

Hver þátttakandi er með sitt ,,svæði“ þar sem hann kynnir áhugamál og ástríðu sína. Þátttakendur gefst einnig tækifæri til að vera með uppákomu, dans, tónlist, leiklist, kynningu á netinu o.s.frv tengt áhugamálinu. Allir sem taka þátt eru þátttakendur og áhorfendur um leið.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að nýta sér.

Glærukynning, sýnishorn af mat eða drykk, eitthvað sem tengist náttúrunni, upplýsingar um land, staði eða fólk, ljósmyndir, fjölskyldualbúm, þjóðsögur, myndlist, ljóslist, tónlist, dans, áhugamál eða íþróttir.

Þetta er fyrir alla, allir velkomnir, aldur skiptir engu máli. Komdu og vertu með!