• Neyðartúlkun 112

Neyðartúlkun 112

21. feb. 2020

Video Þann 1. des 2019 var hætt við að taka við beiðnum um túlkun í gegnum neyðarsíma SHH. Neyðarlínan 112 er núna milliliður um boðun túlks í öllum neyðartilvikum. Þegar upp kemur neyðartilvik hefur Döff samband við Neyðarlínuna í gegnum appið 112Döff eða með SMS-i í 112. Neyðarlínan sér alfarið um að boða túlk. Í öðrum neyðartilfellum, svo sem ef Döff fer á Læknavaktina eða Barnaspítalann, ber viðbragðsaðili sem tekur á móti Döff að hafa samband við 112 til að fá túlk á staðinn - einnig getur döff stuðst við appið fyrirfram til að óska eftir túlki.

Við hvetjum Döff að sækja smáforritið, appið 112Döff í playstore eða appstore og í því er hægt að fylla inn upplýsingar um þig og tengilið og þar er hægt að merkja við að viðkomandi þurfi að nota túlk.

Við minnum Döff á lög nr. 74/1998, um réttindi sjúklinga. Í 5. gr. segir að ef í hlut á sjúklingur sem ekki talar íslensku eða notar táknmál skal honum tryggð túlkun á upplýsingum samkvæmt þessari grein.

Þetta gæti hugsanlega haft einhverjar raskanir á meðan þetta er að komast í fastan farveg.

Hér má sjá tilkynningu um neyðartúlkun frá SHH, birt nóvember 2019

https://shh.is/Um-SHH/Frettir/frettir/Tilkynning-vegna-tulkunar-i-neydartilvikum/