Norrænt barnamót á Íslandi 5-10 júlí 2015

Grein eftir Hönnu Láru Ólafsdóttur

2. sep. 2015

Norrænt barnamót á Íslandi – Úlfljótsvatni 5-10 júlí 2015

Á mótið komu 25 börn frá norðurlöndunum ásamt 9 manns sem sinntu liðveislu og 3 mótshaldarar. 

Börnin skemmtu sér mjög vel í Skátabúðunum á Úlfljótsvatni. Veðrið lék við okkur og fengum við frábært veður allan tímann. Á morgnanna voru börnin vöknuð klukkan hálf átta og klukkan átta var fáni dregin að húni og sungið þjóðlag. Dagurinn endaði síðan á kvöldvöku eftir kvöldmat og allir voru sofnaðir um hálf ellefu. Við fórum í siglingu, klifur, bogfimi, vatnagarð, hestbak og í sund á Selfossi. Þetta verður ógleymanlegur tími hjá börnunum.

Við bjuggum til facebook síðu fyrir fjölskyldur barnanna svo þau gætu fylgst með á meðan börnin voru á Íslandi, foreldrarnir voru himinlifandi með það.

Hanna Lára Ólafsdóttir

Bornogfullordnir  Bornin