• Menning

NUS Svíþjóð 2019

5. jún. 2019

NUS er norrænt ungmennaráðstefna sem er haldin á 2ja ára fresti, við hvetjum ungmenni okkar á Íslandi að taka þátt og kynnast jafningjum sínum. Þema ráðstefnunnar er kvíði vegna loftslagsbreytingar, margir sem þjálst af lamandi kvíða vegna framtíðarinnar.

Hvenær: NUS verður 11-13 október 2019

Hvar: Malmö, Svíþjóð.

Hótel: Scandic Triangeln, heimilisfang: Triangeln 2, 211 43 Malmö. Um 20 mínúta ganga frá Malmö Centralstation (lestarstöð) til hótels, eða 2-3 mín ganga frá Triangeln lestarstöð.

Þema: Kvíði vegna loftslagsbreytinga (Klimatångest /Climate Change Anxiety).Facebook-viðburður: https://www.facebook.com/events/586335865175147/ Aldur: 18-30 years old.

Fjöldi: 10 þátttakendur frá hverju norðurlandi.

Þátttökugjald: AÐEINS 300 sænskar krónur, fyrir hótel, fæði, dagskrá og fyrirlestrar. Fargjöld og ferðir til og frá hótel er ekki innifalið.

Heimasíða: http://sduf.se/nus-2019/

Ef þú hefur áhuga eða spurningar vakna, velkomið að hafa samband við okkur deaf@deaf.is fyrir 1.ágúst 2019.